Ályktun fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum

1. Samstarfið í ríkisstjórninni
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum lýsir yfir fullu trausti við formann og varaformann flokksins. Með störfum sínum síðustu vikur hefur forystusveit Sjálfstæðisflokksins og ráðherrar flokksins í ríkisstjórn sýnt einbeittan vilja til að leiða endurreisn íslensks efnahagslífs í stað þess að hlaupa frá ábyrgðinni. Það eru vinnubrögð sem munu leiða til farsældar fyrir þjóðina þegar upp verður staðið, þótt lýðskrum kunni tímabundið að auka fylgi annarra stjórnmálaflokka.

Sjálfstæðisstefnan hefur í áratugi verið burðarásinn í vegferð þjóðarinnar til bættra lífskjara og þrátt fyrir mikinn tímabundinn vanda í efnahagslífinu hefur sú vegferð verið farsæl og aukið frelsi Íslendinga til orðs og æðis.

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum hvetur Geir H. Haarde formann flokksins til að bregðast við hótunum ráðherra samstarfsflokksins í ríkisstjórn og boða frekar til alþingiskosninga, en að láta undan dulbúnum hótunum, þar sem reynt er að hafa áhrif á væntanlegar ályktanir næsta Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í mikilvægum málaflokkum. Samstarfsflokkurinn hefur með orðum sínum lýst vantrausti á sín eigin störf og dugir þar að benda á að tveir af ráðherrum hans hafa lýst vantrausti á eigin ríkistjórn. Þá þarf vart að minna á orð formanns samstarfsflokksins þess efnis að ef hún væri ekki sjálf í ríkisstjórn þá væri hún á Austurvelli að mótmæla eigin gjörðum.


2. Ísland og Evrópa
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fagnar ákvörðun miðstjórnar um að flýta Landsfundi flokksins. Þessi ákvörðun gefur flokknum færi á að taka til endurskoðunar veigamikil mál er m.a. varða efnahagslífið og afstöðuna til ESB.

Í ljósi þess að ákvarðanir tengdar aðild að ESB eru einhverjar stærstu ákvarðanir sem teknar hafa verið í sögu lýðveldisins er afar mikilvægt að allt ferli málefnastarfsins sé gagnsætt og ólíkra hagsmuna verði gætt. Á engum tíma má það gerast að minnsti grunur leiki á að grunnur hafi þegar verið lagður að ákvörðun um málið og málefnastarfið sé leiksýning þar sem endirinn hafi verið fyrirfram ákveðinn.

Öllum má ljóst vera að ekki er víst að hagsmunir landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins fari að öllu leyti saman þegar kemur að mögulegri aðild að ESB. Því harmar fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum þá ákvörðun að enginn af 14 verkstjórum málefnaflokka skuli koma af landsbyggðinni heldur séu þeir allir með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Gildir þar einu þótt formaður þriggja manna nefndarinnar sé þingmaður af landsbyggðinni.

Þá harmar fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum þá ákvörðun að fella sjávarútvegsmál undir auðlindamál almennt og að enginn verkstjóra málefnaflokka skuli starfa við veiðar og vinnslu. Fyrirfram er vitað að ágreiningur um aðild að ESB er varhugaverður vegna gríðarlegs mikilvægis sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap.

Hvatt er til þess að endurskoða verkstjórn og vægi sjávarútvegsmála í málefnastarfinu.

Eftir sem áður lýsir fulltrúaráðið fullum vilja til að taka virkan þátt í þessu mikilvæga starfi í fullvissu þess að forysta flokksins mun vinna að fullum heilindum að fá fram kosti og galla umbúðalaust upp á borðið, áður en ákvörðun verður tekin um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við ESB eða ekki. Þá kallar þessi vinna á vettvangi Evrópunefndar flokksins einnig eftir skýrum svörum um kosti þess og galla að Ísland taki einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Þessi tvö mikilvægu mál þurfa að vinnast samtímis og verða ekki sundurskilin.

Báðar tillögurnar voru samþykktar á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum 16.desember 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eyverjar, f.u.s í Vestmannaeyjum

Höfundur

Stjórn Eyverja
Stjórn Eyverja
Eyverjar er félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Hér birtast greinar, viðburðir og fréttir sem tengjast Eyverjum á einhvern hátt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • xd-eurovision eiki
  • xd-eurovision eiki
  • xd-eurovision eiki
  • Samfylking4
  • 41584 Bjorgvin-net1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband