25.4.2008 | 15:45
Eyverjar ánægðir með 3ja ára áætlunina
Stjórn Eyverja, félags ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, lýsir yfir mikilli ánægju með þriggja ára áætlun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Stórskipahöfn, knattspyrnuhús, menningarhús, uppbygging á útisvæði sundlaugarinnar og efling háskólanáms og Þekkingar og fræðaseturs eru allt framkvæmdir sem vekja gleðitilfinningar á meðal ungmenna og tákn um framfaraskref í rétta átt að sterkara byggðalagi.
Forsenda þess að þetta gangi eftir eru bættar samgöngur. Eyverjar hafa áður lýst yfir stuðningi við jarðgangnagerð á milli lands og Eyja og er sá stuðningur enn til staðar. Eyverjar lýsa þó yfir fullu trausti til þeirra sérfræðinga sem standa að þeim rannsóknum og þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við Landeyjahöfn. Það sem mestu máli skiptir er að ferjulægi í Bakkafjöru kemur til með að gjörbreyta aðstæðum Eyjanna, meðal annars með tilliti til atvinnutækifæra, búsetuskilyrða og ferðaþjónustu.
Eyverjar vilja hag Vestmannaeyja sem mestan og kjósa því Landeyjahöfn í stað áframhaldandi siglinga í Þorlákshöfn, það telja Eyverjar vera þá samgöngubót sem muni skila mestu fyrir bæjarfélagið okkar á komandi árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Facebook
Um bloggið
Eyverjar, f.u.s í Vestmannaeyjum
Bloggvinir
- arniarna
- arnljotur
- astamoller
- bajo
- birkire
- borgar
- daystar
- ea
- ekg
- ellidiv
- erla
- erlaosk
- eyjapeyji
- fsfi
- grimurgisla
- hannesgi
- heimaey
- helgigunnars
- hugsun
- jarnskvisan
- kjartanvido
- kristinhrefna
- lundi
- maggaelin
- nielsen
- peyverjar
- sigurdurkari
- sjalli
- sjonsson
- stebbifr
- stefaniasig
- vefritid
- vkb
- lucas
- nytthugarfar
- va
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.