8.2.2007 | 09:28
Hugleiðingar um fréttamennsku
Ég er sérstök áhugamanneskja um héraðsfréttablöð (vann meðal annars Ba-ritgerðina mína um mikilvægi héraðsfréttablaða). Eyjamenn eru svo heppnir að tvö fréttablöð koma út vikulega allan ársins hring.
Mikilvægi þeirra beggja er óumdeilanlegt. Það fer hins vegar í taugarnar á mér þegar að blöðin taka fréttir sem eru í eðli sínu jákvæðar og snúa þeim upp í neikvæðar fréttir í æsifréttamennskustíl.
Ekki er svo langt síðan að birtist viðtal við mann sem búsettur var í Eyjum á árum áður þar sem að mig minnir að hann hafi sagt eitthvað á þá leið að miðbær Vestmannaeyja væri eins og að vera í stríðslandi, svoleiðis væri auðnin. Að mínu mati er hreinlega fáránlegt að samþykkja að birta svona frétt og í ljósi þess að margt jákvætt er að gerast, og hefur verið að gerast í miðbæ Vestmannaeyja sem ekki er hægt að líta framhjá (nægir að nefna Miðstöðina).
Annað dæmi eru tjaldsvæðamál. Undirrituð sat í tjaldsvæðanefndinni og veit hvaða starf fór þar fram. Eftir skil skýrslunnar var ítrekað bent á að hluta af tillögu minnihlutans í skýrsluna hafi vantað (sem eru ósannindi), grein (eða viðtal) birtist við fyrrverandi ferðamálafulltrúa þar sem hún benti á annan mögulegan stað fyrir tjaldsvæðið osfrv. en minna virtist fara fyrir þeirri umræðu að LOKSINS væru Eyjamenn að eignast 3ja stjörnu tjaldsvæði sem væri samkeppnishæft við önnur svæði upp á fastalandinu, til að mynda með tilliti til aðstöðu. Svo þykir mér reyndar furðulegt að fjölmiðlar hér hafi ítrekað birt í blöðum sínum að hluta af tillögu minnihlutans hafi vantað í skýrsluna, án þess svo mikið sem að tala við fulltrúa meirihlutans í nefndinni til að heyra þeirra hlið. En það er önnur saga........
Nýjasta dæmið um þetta eru fréttir sem birst hafa af uppsögnum starfsfólks á Sambýlinu í Vestmannaeyjum. Á vefmiðli annars Eyjablaðsins var fyrirsögnin Átta sagt upp á Sambýlinu og undirfyrirsögnin var: öllum boðið áframhaldandi starf segir bæjarstjóri. Með því að lesa greinina sést skýrt og greinilega að öllum verði boðið áframhaldandi starf og einungis sé um breytingar á stöðugildum að ræða. Jafnframt kemur fram að verið sé að gera vaktafyrirkomulagið á Sambýlinu löglegt en hingað til hefur það verið ólöglegt og segir bæjarstjóri að aðgerðirnar muni ef til vill stuðla að því að bæta þarf við starfsmanni. Í fundargerð Fjölskylduráðs Vestmannaeyja frá 4. apríl 2006 kemur eftirfarandi fram:
Fjölskylduráð lýsir yfir áhyggjum á því álagi sem verið hefur á starfsfólki þjónustuíbúða vegna aukinna þjónustuþarfa íbúa og veikinda.
Mat á þjónustuþörf sýnir að bæta þurfi við einu stöðugildi til að hægt sé að veita tilhlíðandi þjónustu. Vinnuálag starfsmanna er mikið og óvíst hversu lengi starfsmenn geta unnið undir þessum kringumstæðum.
Ég skil ekki þetta fár og tel að það þessi fyrirsögn hafi verið óþarfi enda mjög neikvæð, þegar að fréttin er að mínu mati jákvæð.
Stóru vefmiðlarnir, til að mynda mbl.is, tók síðan þessa frétt sem að ég vitna í hér að ofan og birti á sínu vefsvæði sem tugir þúsunda heimsækja oft á dag. Til þess að bæta ímynd Vestmannaeyja, þá er þetta ekki að virka.
Furðulegt finnst mér einnig að eina "fréttin" um jákvæða íbúaþróun sem að birst hefur á bæjarvefmiðlunum er tekin beint upp úr bloggi bæjarstjórans. Það hefur e.t.v ekki þótt fréttnæmt fyrr. Staðreyndin er sú að það er svo margt jákvætt að gerast í Eyjum að það eitt og sér gæti fyllt bæjarblöðin viku eftir viku.
Nú er ég alls ekki að tala um að sleppa að greina frá neikvæðum fréttum því að sjálfsögðu eiga bæjarblöðin að vera spegill samfélagsins og greina frá því sem raunverulega er að gerast. Eyjamenn skapa sér sjálfir þá ímynd sem þeir hafa- það er svo margt gott að gerast, verum jákvæð.
Margrét Rós Ingólfsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Um bloggið
Eyverjar, f.u.s í Vestmannaeyjum
Bloggvinir
- arniarna
- arnljotur
- astamoller
- bajo
- birkire
- borgar
- daystar
- ea
- ekg
- ellidiv
- erla
- erlaosk
- eyjapeyji
- fsfi
- grimurgisla
- hannesgi
- heimaey
- helgigunnars
- hugsun
- jarnskvisan
- kjartanvido
- kristinhrefna
- lundi
- maggaelin
- nielsen
- peyverjar
- sigurdurkari
- sjalli
- sjonsson
- stebbifr
- stefaniasig
- vefritid
- vkb
- lucas
- nytthugarfar
- va
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 670
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.