4.2.2007 | 03:11
Fylking í frjálsu falli- eftir Helga Ólafsson
Róbert Marshall, fyrrverandi pennavinur Jóns Ásgeirs, skrifaði í gær grein á www.sudurland.is þar sem hann lofsyngur fundi formanns síns í Suðurkjördæmi undanfarið. Það er alltaf spennandi að fylgjast með því þegar Ingibjörg Sólrún heldur fundi á landsbyggðinni.
Hún heldur oft svo upplýsandi ræður, eins og í Keflavík um daginn þegar hún tjáði okkur að vandamál Samfylkingarinnar væri að kjósendur treystu ekki þingflokki Samfylkingarinnar og þess vegna væri fylgi flokksins eins lítið og raun ber vitni. Þá er auðvitað eftirminnilega ræða formannsins í Borgarnesi um árið eins og allir muna.
Ingibjörg Sólrún ruglast í reglufarganinu
Ekki voru orðin sem hún lét falla meðan hún var í Eyjum um daginn minna upplýsandi, ef marka má fréttir. Þar hélt þessi helsti talsmaður Evrópusambandsaðildar Íslands því fram að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, kæmi framkvæmdum Skipalyftunnar ekkert við. Enda ætti að endurbyggja lyftuna í nákvæmlega þeirri mynd sem hún var áður, svo hún gæti sinnt þeim verkefnum sem hún hafi áður verið að sinna. Annað hvort er Ingibjörg Sólrún ekki almennilega inni í því hvernig málum Skipalyftunnar var komið áður en lyftan sjálf hrundi í október á síðasta ári, eða að henni er ekki kunnugt um hvernig reglur ESA í þessum málum eru. Nema hvort tveggja sé.
Veikt burðarvirki í Samfylkingu
Róbert ber sér á brjóst og lýsir því yfir að samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sé ríkisstjórnin fallin. Svo heldur hann því fram að Samfylkingin komi til með að vera í aðalhlutverki í þeirri ríkisstjórn sem muni taka við. Róbert hlýtur að hafa verið að skoða einhverjar aðrar kannanir en ég. Allavega hef ég ekki getað greint annað en að fylgi Samfylkingarinnar sé í frjálsu falli. Fylgið hreinlega hrynur af flokknum í hverri skoðanakönnuninni af fætur annarri. Enda ekki að undra þar sem, eins og formaður þeirra benti réttilega á, þá bera kjósendur ekki traust til þeirra.
Síðasta hálmstráið tekið traustataki
Það er einnig merkilegt samhengið sem Róbert þykist sjá á milli fyrirhugaðar lækkunar virðisauka af matvælum og hækkunar farþega- og farmgjalda milli lands og Eyja. En það eru svo sem eðlileg viðbrögð fallandi manns að grípa í síðustu hálmstráin. Meðan fylgi Róberts og félaga í Samfylkingunni hríðfellur reynir hann að sannfæra kjósendur um að sitjandi ríkisstjórn sé með öllu ómöguleg, og að allt sem frá henni komi sé af hinu illa. Hann kvartar undan háu matvælaverði í landinu og grípur svo til þess örþrifaráðs að reyna að setja hækkun farþega- og farmgjalda í samhengi við fyrirhugaða lækkun matvælaverðs ríkisstjórnarinnar með lækkun virðisauka á matvæli 1. mars 2007.
Umfangsmiklar skattalækkanir
Frá og með 1. mars 2007 koma til framkvæmda umfangsmiklar aðgerðir í því skyni að lækka matvælaverð í landinu. Virðisaukaskattur á matvæli verður lækkaður úr 14%, og í sumum tilvikum úr 24,5%, í 7%. Sömuleiðis verða vörugjöld af matvælum felld niður. Þá verða tollar af innfluttum kjötvörum lækkaðir um allt að 40%. Einnig verður virðisaukaskattur af veitingaþjónustu lækkaður úr 24,5% í 7%. Þá má til gamans geta að 1. mars n.k. verður virðisaukaskattur af bókum, blöðum, tímaritum, húshitun og gistingu lækkaður úr 14% í 7%.
Það treystir enginn...
Það verður síðan fróðlegt að sjá hvar fylgi Samfylkingarinnar verður 1. mars og hvort að það muni lækka í takt við lækkun matvælaverðs. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni, sem birtist í síðustu viku, er fylgi Samfylkingarinnar í einskonar rauðvínsfylgi - 18,4% (www.heimur.is)
Eitthvað verður Róbert hins vegar að gera til að reyna að minnka traustið á öðrum flokkum, því eins og Ingibjörg Sólrún sagði svo eftirminnilega í Keflavík - það treystir enginn Samfylkingunni.
Helgi Ólafsson, háskólanemi.
Hún heldur oft svo upplýsandi ræður, eins og í Keflavík um daginn þegar hún tjáði okkur að vandamál Samfylkingarinnar væri að kjósendur treystu ekki þingflokki Samfylkingarinnar og þess vegna væri fylgi flokksins eins lítið og raun ber vitni. Þá er auðvitað eftirminnilega ræða formannsins í Borgarnesi um árið eins og allir muna.
Ingibjörg Sólrún ruglast í reglufarganinu
Ekki voru orðin sem hún lét falla meðan hún var í Eyjum um daginn minna upplýsandi, ef marka má fréttir. Þar hélt þessi helsti talsmaður Evrópusambandsaðildar Íslands því fram að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, kæmi framkvæmdum Skipalyftunnar ekkert við. Enda ætti að endurbyggja lyftuna í nákvæmlega þeirri mynd sem hún var áður, svo hún gæti sinnt þeim verkefnum sem hún hafi áður verið að sinna. Annað hvort er Ingibjörg Sólrún ekki almennilega inni í því hvernig málum Skipalyftunnar var komið áður en lyftan sjálf hrundi í október á síðasta ári, eða að henni er ekki kunnugt um hvernig reglur ESA í þessum málum eru. Nema hvort tveggja sé.
Veikt burðarvirki í Samfylkingu
Róbert ber sér á brjóst og lýsir því yfir að samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sé ríkisstjórnin fallin. Svo heldur hann því fram að Samfylkingin komi til með að vera í aðalhlutverki í þeirri ríkisstjórn sem muni taka við. Róbert hlýtur að hafa verið að skoða einhverjar aðrar kannanir en ég. Allavega hef ég ekki getað greint annað en að fylgi Samfylkingarinnar sé í frjálsu falli. Fylgið hreinlega hrynur af flokknum í hverri skoðanakönnuninni af fætur annarri. Enda ekki að undra þar sem, eins og formaður þeirra benti réttilega á, þá bera kjósendur ekki traust til þeirra.
Síðasta hálmstráið tekið traustataki
Það er einnig merkilegt samhengið sem Róbert þykist sjá á milli fyrirhugaðar lækkunar virðisauka af matvælum og hækkunar farþega- og farmgjalda milli lands og Eyja. En það eru svo sem eðlileg viðbrögð fallandi manns að grípa í síðustu hálmstráin. Meðan fylgi Róberts og félaga í Samfylkingunni hríðfellur reynir hann að sannfæra kjósendur um að sitjandi ríkisstjórn sé með öllu ómöguleg, og að allt sem frá henni komi sé af hinu illa. Hann kvartar undan háu matvælaverði í landinu og grípur svo til þess örþrifaráðs að reyna að setja hækkun farþega- og farmgjalda í samhengi við fyrirhugaða lækkun matvælaverðs ríkisstjórnarinnar með lækkun virðisauka á matvæli 1. mars 2007.
Umfangsmiklar skattalækkanir
Frá og með 1. mars 2007 koma til framkvæmda umfangsmiklar aðgerðir í því skyni að lækka matvælaverð í landinu. Virðisaukaskattur á matvæli verður lækkaður úr 14%, og í sumum tilvikum úr 24,5%, í 7%. Sömuleiðis verða vörugjöld af matvælum felld niður. Þá verða tollar af innfluttum kjötvörum lækkaðir um allt að 40%. Einnig verður virðisaukaskattur af veitingaþjónustu lækkaður úr 24,5% í 7%. Þá má til gamans geta að 1. mars n.k. verður virðisaukaskattur af bókum, blöðum, tímaritum, húshitun og gistingu lækkaður úr 14% í 7%.
Það treystir enginn...
Það verður síðan fróðlegt að sjá hvar fylgi Samfylkingarinnar verður 1. mars og hvort að það muni lækka í takt við lækkun matvælaverðs. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni, sem birtist í síðustu viku, er fylgi Samfylkingarinnar í einskonar rauðvínsfylgi - 18,4% (www.heimur.is)
Eitthvað verður Róbert hins vegar að gera til að reyna að minnka traustið á öðrum flokkum, því eins og Ingibjörg Sólrún sagði svo eftirminnilega í Keflavík - það treystir enginn Samfylkingunni.
Helgi Ólafsson, háskólanemi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Eyverjar, f.u.s í Vestmannaeyjum
Bloggvinir
- arniarna
- arnljotur
- astamoller
- bajo
- birkire
- borgar
- daystar
- ea
- ekg
- ellidiv
- erla
- erlaosk
- eyjapeyji
- fsfi
- grimurgisla
- hannesgi
- heimaey
- helgigunnars
- hugsun
- jarnskvisan
- kjartanvido
- kristinhrefna
- lundi
- maggaelin
- nielsen
- peyverjar
- sigurdurkari
- sjalli
- sjonsson
- stebbifr
- stefaniasig
- vefritid
- vkb
- lucas
- nytthugarfar
- va
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 670
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.