Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sameining Sjálfstæðisfélaga

Hugmyndir eru uppi í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum að sameina tvö af þremur Sjálfstæðisfélögunum. Um er að ræða Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló og Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja en félag ungra Sjálfstæðismanna, Eyverjar mun áfram starfa sjálfstætt. Að öllum líkindum verður gengið frá þessu á aðalfundi félaganna í næstu viku.


Eyjan okkar

500 sæti í Brekkusöng í Smáralindinni

- miðasala er hafin

Miðasala á Brekkusöng og Eyjaskemmtun í Vetrargarðinu þann 3. mars næstkomandi fer fram í verslunum Skífunnar og BT.  Einnig er hægt að kaupa miða á http://www.midi.is/.  Miðaverð á þessa skemmtun er 1800 krónur en einungis 500 sæti eru í boði.

Eyjan okkar - Laugardaginn 3. mars 2007 í Vetrargarði Smáralindar

Eyjan okkar er sýning þar sem Vestmannaeyjar eru kynntar fyrir landi og þjóð . Á sýningunni munu fyrirtæki frá Vestmannaeyjum kynna vörur sínar og þjónustu,allan laugardagin í Smáralind, auk þess sem hópur listamanna og þekktra eyjamanna frá Perlunni í suðri munu koma fram á stórtónleikunum í Smáralindinni að kvöldi 3.mars 2007.

Ýmsar viðurkenningar verða veittar til þeirra sem skarað hafa framúr að mati dómnefndar, og eflt hafa menningar og mannlíf eyjamanna og velunnara þeirra í gegnum árin.

Drög að dagskrá eru svohljóðandi:

13:00 - Fyrirtækjsasýningin opnuð
13:30 - 19:00 Eyjafyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu. Fjallað verður um samgöngumál, búsetuskilyrði, hátíðir Eyjanna, framtíðarsýn Eyjanna o.s.frv.
20:30 - Brekkusöngur í Vetrargarðinum, sem stendur til 23:30 Þar koma fram eingöngu listafólk frá Vestmannaeyjum:

Kynnir verður Árni Johnsen.

Síðast en ekki síst minnum við á Húkkaraballið á Players 3.mars þar sem hljómsveitirnar Logar & Dans á Rósum skemmta fram á rauða nótt!

www.eyjar.net greindi frá.


Jáhá

Samfylkingarfélag Borgarbyggðar var að mótmæla vegatollum í Hvalfjarðargöngunum með þeim rökum að "það sé hróplegt óréttlæti, að ein akstursleið út úr höfuðborginni sé skattlögð sérstaklega umfram aðrar enda brjóti það gegn jafnræðissjónarmiðum. Tollurinn um Hvalfjarðargöngin virki hamlandi bæði á ferðaþjónustu á Vesturlandi sem og atvinnusókn og sé tollurinn í raun samkeppnishindrun fyrir byggðaþróun vestan ganganna."

Það mætti kannski bjóða þeim að taka saman kostnað við  Reykjavík-Vestmannaeyjar en gjald í Herjólf (þjóðveg Eyjamanna) hækkaði nýlega um rúmlega 11%!  Það er hróplegt óréttlæti, hamlandi á ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum osfrv.


mbl.is Vilja að vegatollar í Hvalfjarðargöngum verði afnumdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morfís

Morfís er frábær keppni og ekki síðri en Gettu betur eða Söngkeppni framhaldsskólanna.

Hvetjum alla til að skrifa undir:

www.morfis.is


Er einhver hissa?

Þetta lá í loftinu. Nú er bara spurning um hvert Kristinn fer eftir að hann gengur úr Frjálslyndum. 
mbl.is Kristinn segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum alltaf...

...að leita eftir duglegu fólki sem vill starfa með okkur. Það er mikið skemmtilegt framundan.

Hugleiðingar um fréttamennsku

Ég er sérstök áhugamanneskja um héraðsfréttablöð (vann meðal annars Ba-ritgerðina mína um mikilvægi héraðsfréttablaða). Eyjamenn eru svo heppnir að tvö fréttablöð koma út vikulega allan ársins hring.

Mikilvægi þeirra beggja er óumdeilanlegt. Það fer hins vegar í taugarnar á mér þegar að blöðin taka fréttir sem eru í eðli sínu jákvæðar og snúa þeim upp í neikvæðar fréttir í æsifréttamennskustíl.

Ekki er svo langt síðan að birtist viðtal við mann sem búsettur var í Eyjum á árum áður þar sem að mig minnir að hann hafi sagt eitthvað á þá leið að miðbær Vestmannaeyja væri eins og að vera í stríðslandi, svoleiðis væri auðnin. Að mínu mati er hreinlega fáránlegt að samþykkja að birta svona frétt og í ljósi þess að margt jákvætt er að gerast, og hefur verið að gerast í miðbæ Vestmannaeyja sem ekki er hægt að líta framhjá (nægir að nefna Miðstöðina).

Annað dæmi eru tjaldsvæðamál. Undirrituð sat í tjaldsvæðanefndinni og veit hvaða starf fór þar fram. Eftir skil skýrslunnar var ítrekað bent á að hluta af tillögu minnihlutans í skýrsluna hafi vantað (sem eru ósannindi), grein (eða viðtal) birtist við fyrrverandi ferðamálafulltrúa þar sem hún benti á annan mögulegan stað fyrir tjaldsvæðið osfrv. en minna virtist fara fyrir þeirri umræðu að LOKSINS væru Eyjamenn að eignast 3ja stjörnu tjaldsvæði sem væri samkeppnishæft við önnur svæði upp á fastalandinu, til að mynda með tilliti til aðstöðu. Svo þykir mér reyndar furðulegt að fjölmiðlar hér hafi ítrekað birt í blöðum sínum að hluta af tillögu minnihlutans hafi vantað í skýrsluna, án þess svo mikið sem að tala við fulltrúa meirihlutans í nefndinni til að heyra þeirra hlið. En það er önnur saga........

Nýjasta dæmið um þetta eru fréttir sem birst hafa af uppsögnum starfsfólks á Sambýlinu í Vestmannaeyjum. Á vefmiðli annars Eyjablaðsins var fyrirsögnin Átta sagt upp á Sambýlinu og undirfyrirsögnin var: öllum boðið áframhaldandi starf segir bæjarstjóri.  Með því að lesa greinina sést skýrt og greinilega að öllum verði boðið áframhaldandi starf og einungis sé um breytingar á stöðugildum að ræða. Jafnframt kemur fram að verið sé að gera vaktafyrirkomulagið á Sambýlinu löglegt en hingað til hefur það verið ólöglegt og segir bæjarstjóri að aðgerðirnar muni ef til vill stuðla að því að bæta þarf við starfsmanni. Í fundargerð Fjölskylduráðs Vestmannaeyja frá 4. apríl 2006 kemur eftirfarandi fram:

Fjölskylduráð lýsir yfir áhyggjum á því álagi sem verið hefur á starfsfólki þjónustuíbúða vegna aukinna þjónustuþarfa íbúa og veikinda.

Mat á þjónustuþörf sýnir að bæta þurfi við einu stöðugildi til að hægt sé að veita tilhlíðandi þjónustu. Vinnuálag starfsmanna er mikið og óvíst hversu lengi starfsmenn geta unnið undir þessum kringumstæðum.

Ég skil ekki þetta fár og tel að það þessi fyrirsögn hafi verið óþarfi enda mjög neikvæð, þegar að fréttin er að mínu mati jákvæð.

Stóru vefmiðlarnir, til að mynda mbl.is, tók síðan þessa frétt sem að ég vitna í hér að ofan og birti á sínu vefsvæði sem tugir þúsunda heimsækja oft á dag. Til þess að bæta ímynd Vestmannaeyja, þá er þetta ekki að virka.

Furðulegt finnst mér einnig að eina "fréttin" um jákvæða íbúaþróun sem að birst hefur á bæjarvefmiðlunum er tekin beint upp úr bloggi bæjarstjórans. Það hefur e.t.v ekki þótt fréttnæmt fyrr. Staðreyndin er sú að það er svo margt jákvætt að gerast í Eyjum að það eitt og sér gæti fyllt bæjarblöðin viku eftir viku.  

Nú er ég alls ekki að tala um að sleppa að greina frá neikvæðum fréttum því að sjálfsögðu eiga bæjarblöðin að vera spegill samfélagsins og greina frá því sem raunverulega er að gerast. Eyjamenn skapa sér sjálfir þá ímynd sem þeir hafa- það er svo margt gott að gerast, verum jákvæð.

Margrét Rós Ingólfsdóttir 

 


Sjúkraflug

Ekki í fyrsta né annað skipti sem sjúkraflugvél er ekki stödd í Eyjum þegar að þörf er á. Lærir enginn af reynslunni?

 


mbl.is Sótti barn til Eyja sem þurfti að komast á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylking í frjálsu falli- eftir Helga Ólafsson

Róbert Marshall, fyrrverandi pennavinur Jóns Ásgeirs, skrifaði í gær grein á www.sudurland.is þar sem hann lofsyngur fundi formanns síns í Suðurkjördæmi undanfarið. Það er alltaf spennandi að fylgjast með því þegar Ingibjörg Sólrún heldur fundi á landsbyggðinni.

Hún heldur oft svo upplýsandi ræður, eins og í Keflavík um daginn þegar hún tjáði okkur að vandamál Samfylkingarinnar væri að kjósendur treystu ekki þingflokki Samfylkingarinnar og þess vegna væri fylgi flokksins eins lítið og raun ber vitni. Þá er auðvitað eftirminnilega ræða formannsins í Borgarnesi um árið eins og allir muna.

Ingibjörg Sólrún ruglast í reglufarganinu
Ekki voru orðin sem hún lét falla meðan hún var í Eyjum um daginn minna upplýsandi, ef marka má fréttir. Þar hélt þessi helsti talsmaður Evrópusambandsaðildar Íslands því fram að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, kæmi framkvæmdum Skipalyftunnar ekkert við. Enda ætti að endurbyggja lyftuna í nákvæmlega þeirri mynd sem hún var áður, svo hún gæti sinnt þeim verkefnum sem hún hafi áður verið að sinna. Annað hvort er Ingibjörg Sólrún ekki almennilega inni í því hvernig málum Skipalyftunnar var komið áður en lyftan sjálf hrundi í október á síðasta ári, eða að henni er ekki kunnugt um hvernig reglur ESA í þessum málum eru. Nema hvort tveggja sé.

Veikt burðarvirki í Samfylkingu
Róbert ber sér á brjóst og lýsir því yfir að samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sé ríkisstjórnin fallin. Svo heldur hann því fram að Samfylkingin komi til með að vera í aðalhlutverki í þeirri ríkisstjórn sem muni taka við. Róbert hlýtur að hafa verið að skoða einhverjar aðrar kannanir en ég. Allavega hef ég ekki getað greint annað en að fylgi Samfylkingarinnar sé í frjálsu falli. Fylgið hreinlega hrynur af flokknum í hverri skoðanakönnuninni af fætur annarri. Enda ekki að undra þar sem, eins og formaður þeirra benti réttilega á, þá bera kjósendur ekki traust til þeirra.

Síðasta hálmstráið tekið traustataki
Það er einnig merkilegt samhengið sem Róbert þykist sjá á milli fyrirhugaðar lækkunar virðisauka af matvælum og hækkunar farþega- og farmgjalda milli lands og Eyja. En það eru svo sem eðlileg viðbrögð fallandi manns að grípa í síðustu hálmstráin. Meðan fylgi Róberts og félaga í Samfylkingunni hríðfellur reynir hann að sannfæra kjósendur um að sitjandi ríkisstjórn sé með öllu ómöguleg, og að allt sem frá henni komi sé af hinu illa. Hann kvartar undan háu matvælaverði í landinu og grípur svo til þess örþrifaráðs að reyna að setja hækkun farþega- og farmgjalda í samhengi við fyrirhugaða lækkun matvælaverðs ríkisstjórnarinnar með lækkun virðisauka á matvæli 1. mars 2007.

Umfangsmiklar skattalækkanir
Frá og með 1. mars 2007 koma til framkvæmda umfangsmiklar aðgerðir í því skyni að lækka matvælaverð í landinu. Virðisaukaskattur á matvæli verður lækkaður úr 14%, og í sumum tilvikum úr 24,5%, í 7%. Sömuleiðis verða vörugjöld af matvælum felld niður. Þá verða tollar af innfluttum kjötvörum lækkaðir um allt að 40%. Einnig verður virðisaukaskattur af veitingaþjónustu lækkaður úr 24,5% í 7%. Þá má til gamans geta að 1. mars n.k. verður virðisaukaskattur af bókum, blöðum, tímaritum, húshitun og gistingu lækkaður úr 14% í 7%.

Það treystir enginn...
Það verður síðan fróðlegt að sjá hvar fylgi Samfylkingarinnar verður 1. mars og hvort að það muni lækka í takt við lækkun matvælaverðs. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni, sem birtist í síðustu viku, er fylgi Samfylkingarinnar í einskonar rauðvínsfylgi - 18,4% (www.heimur.is)

Eitthvað verður Róbert hins vegar að gera til að reyna að minnka traustið á öðrum flokkum, því eins og Ingibjörg Sólrún sagði svo eftirminnilega í Keflavík - það treystir enginn Samfylkingunni.

Helgi Ólafsson, háskólanemi.

Vestmannaeyja-Vaka

Það er virkilega ánægjulegt hversu margir Eyjamenn og Eyverjar eru virkir í starfi Vöku í Háskóla Íslands.

Eyverjinn Berglind Stefánsdóttir leiðir lista Vöku til háskólafundar en auk þess eru þar Sara Sigurlásdóttir, María Guðjónsdóttir, Guðbergur Geir Erlendsson og Grettir Heimisson. María situr í stjórn Vöku ásamt Eyverjunum Sindra Ólafssyni og Aldísi Helgu Egilsdóttir og eyjamaðurinn Einir Guðlaugsson situr í Lánasjóðsnefnd SHÍ á vegum Vöku. 

Eyverjar hvetja sitt fólk auðvitað til dáða og óska þeim góðs gengis í kosningabaráttunni.  

Heimasíða vöku: http://vaka.hi.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Eyverjar, f.u.s í Vestmannaeyjum

Höfundur

Stjórn Eyverja
Stjórn Eyverja
Eyverjar er félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Hér birtast greinar, viðburðir og fréttir sem tengjast Eyverjum á einhvern hátt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • xd-eurovision eiki
  • xd-eurovision eiki
  • xd-eurovision eiki
  • Samfylking4
  • 41584 Bjorgvin-net1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband