Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.4.2009 | 09:53
Við erum flutt á Eyverjar.is
18.12.2008 | 19:41
Ályktun fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum
1. Samstarfið í ríkisstjórninni
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum lýsir yfir fullu trausti við formann og varaformann flokksins. Með störfum sínum síðustu vikur hefur forystusveit Sjálfstæðisflokksins og ráðherrar flokksins í ríkisstjórn sýnt einbeittan vilja til að leiða endurreisn íslensks efnahagslífs í stað þess að hlaupa frá ábyrgðinni. Það eru vinnubrögð sem munu leiða til farsældar fyrir þjóðina þegar upp verður staðið, þótt lýðskrum kunni tímabundið að auka fylgi annarra stjórnmálaflokka.
Sjálfstæðisstefnan hefur í áratugi verið burðarásinn í vegferð þjóðarinnar til bættra lífskjara og þrátt fyrir mikinn tímabundinn vanda í efnahagslífinu hefur sú vegferð verið farsæl og aukið frelsi Íslendinga til orðs og æðis.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum hvetur Geir H. Haarde formann flokksins til að bregðast við hótunum ráðherra samstarfsflokksins í ríkisstjórn og boða frekar til alþingiskosninga, en að láta undan dulbúnum hótunum, þar sem reynt er að hafa áhrif á væntanlegar ályktanir næsta Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í mikilvægum málaflokkum. Samstarfsflokkurinn hefur með orðum sínum lýst vantrausti á sín eigin störf og dugir þar að benda á að tveir af ráðherrum hans hafa lýst vantrausti á eigin ríkistjórn. Þá þarf vart að minna á orð formanns samstarfsflokksins þess efnis að ef hún væri ekki sjálf í ríkisstjórn þá væri hún á Austurvelli að mótmæla eigin gjörðum.
2. Ísland og Evrópa
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fagnar ákvörðun miðstjórnar um að flýta Landsfundi flokksins. Þessi ákvörðun gefur flokknum færi á að taka til endurskoðunar veigamikil mál er m.a. varða efnahagslífið og afstöðuna til ESB.
Í ljósi þess að ákvarðanir tengdar aðild að ESB eru einhverjar stærstu ákvarðanir sem teknar hafa verið í sögu lýðveldisins er afar mikilvægt að allt ferli málefnastarfsins sé gagnsætt og ólíkra hagsmuna verði gætt. Á engum tíma má það gerast að minnsti grunur leiki á að grunnur hafi þegar verið lagður að ákvörðun um málið og málefnastarfið sé leiksýning þar sem endirinn hafi verið fyrirfram ákveðinn.
Öllum má ljóst vera að ekki er víst að hagsmunir landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins fari að öllu leyti saman þegar kemur að mögulegri aðild að ESB. Því harmar fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum þá ákvörðun að enginn af 14 verkstjórum málefnaflokka skuli koma af landsbyggðinni heldur séu þeir allir með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Gildir þar einu þótt formaður þriggja manna nefndarinnar sé þingmaður af landsbyggðinni.
Þá harmar fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum þá ákvörðun að fella sjávarútvegsmál undir auðlindamál almennt og að enginn verkstjóra málefnaflokka skuli starfa við veiðar og vinnslu. Fyrirfram er vitað að ágreiningur um aðild að ESB er varhugaverður vegna gríðarlegs mikilvægis sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap.
Hvatt er til þess að endurskoða verkstjórn og vægi sjávarútvegsmála í málefnastarfinu.
Eftir sem áður lýsir fulltrúaráðið fullum vilja til að taka virkan þátt í þessu mikilvæga starfi í fullvissu þess að forysta flokksins mun vinna að fullum heilindum að fá fram kosti og galla umbúðalaust upp á borðið, áður en ákvörðun verður tekin um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við ESB eða ekki. Þá kallar þessi vinna á vettvangi Evrópunefndar flokksins einnig eftir skýrum svörum um kosti þess og galla að Ísland taki einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Þessi tvö mikilvægu mál þurfa að vinnast samtímis og verða ekki sundurskilin.
Báðar tillögurnar voru samþykktar á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum 16.desember 2008.
25.4.2008 | 15:45
Eyverjar ánægðir með 3ja ára áætlunina
Stjórn Eyverja, félags ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, lýsir yfir mikilli ánægju með þriggja ára áætlun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Stórskipahöfn, knattspyrnuhús, menningarhús, uppbygging á útisvæði sundlaugarinnar og efling háskólanáms og Þekkingar og fræðaseturs eru allt framkvæmdir sem vekja gleðitilfinningar á meðal ungmenna og tákn um framfaraskref í rétta átt að sterkara byggðalagi.
Forsenda þess að þetta gangi eftir eru bættar samgöngur. Eyverjar hafa áður lýst yfir stuðningi við jarðgangnagerð á milli lands og Eyja og er sá stuðningur enn til staðar. Eyverjar lýsa þó yfir fullu trausti til þeirra sérfræðinga sem standa að þeim rannsóknum og þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við Landeyjahöfn. Það sem mestu máli skiptir er að ferjulægi í Bakkafjöru kemur til með að gjörbreyta aðstæðum Eyjanna, meðal annars með tilliti til atvinnutækifæra, búsetuskilyrða og ferðaþjónustu.
Eyverjar vilja hag Vestmannaeyja sem mestan og kjósa því Landeyjahöfn í stað áframhaldandi siglinga í Þorlákshöfn, það telja Eyverjar vera þá samgöngubót sem muni skila mestu fyrir bæjarfélagið okkar á komandi árum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 15:53
Til hamingju Páll
Gaman að þessu! Palli á eftir að standa sig vel!
Formaður Evrópusamtaka ungra hægri manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2008 | 08:54
Ferðaklúbbur Eyverja heldur til Færeyja í dag
Í dag heldur Ferðaklúbbur Eyverja til Færeyja og muni Eyverjar ásamt öðrum ferðalöngum úr SUS aðstoða systurflokk Sjálfstæðisflokksins í Færeyjum á kjördag. Þetta er í annað sinn sem Ferðaklúbbur Eyverja halda til Færeyja en farið var þangað fyrir nokkrum árum og voru þá jarðgöng og fleira skemmtilegt skoðað.
Það eru um 5 Eyverjar sem fara fyrir hópnum en einnig ákváðu nokkrir SUS-arar ofan af fastalandinu að skella sér með til að aðstoða Fólkaflokkinn í Færeyjum. Hópurinn mun m.a. skoða sendiráð Íslands í Þórshöfn og skoða Þórshöfn og nágrenni.
Gert er ráð fyrir því að hópurinn komi aftur til Íslands á mánudaginn og munum við á eyjar.net fjalla meira um ferðina í máli og myndum í næstu viku.
12.11.2007 | 14:05
Minnum á..
11.10.2007 | 12:56
Upplýsingarit Vestmannaeyja 2008
27.9.2007 | 09:15
Aðalfundur Eyverja var haldinn í gærkvöldi
Á fundinum var kosið í trúnaðarstöður flokksins fyrir hönd Eyverja, lög Eyverja samþykkt og fleira.
Margrét Rós Ingólfsdóttir var endurkjörin formaður Eyverja en nýja stjórn Eyverja skipa auk Margrétar, Silja Rós Guðjónsdóttir varaformaður, Sindri Viðarsson gjaldkeri og Ragna Kristín Jónsdóttir ritari. Meðstjórnendur voru kjörnir Bjarni Halldórsson, Bragi Magnússon, Finnbogi Friðfinnsson, Haraldur Pálsson, Helena Björk Þorsteinsdóttir, Leifur Jóhannesson og Óttar Steingrímsson.
Stjórn Eyverja hvetur jafnframt alla þá sem hafa áhuga á því að starfa með félaginu að setja sig í samband við stjórnarmeðlimi.
25.9.2007 | 13:00
Góður bæjarstjóri
og örugglega góður þjálfari. Flott framtak hjá Elliða.
Minnum annars á aðalfund Eyverja sem haldinn verður á morgun kl. 20 í Ásgarði.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum þjálfar hjá ÍBV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2007 | 23:24
Aðalfundur Eyverja
Aðalfundur Eyverja verður haldinn miðvikudaginn 26. september 2007 kl. 20 í Ásgarði. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar2. Reikningar lagðir fram3. Lagabreytingar4. Kosning til stjórnar og annarra trúnaðarstarfa5. Önnur málStjórn EyverjaUm bloggið
Eyverjar, f.u.s í Vestmannaeyjum
Bloggvinir
- arniarna
- arnljotur
- astamoller
- bajo
- birkire
- borgar
- daystar
- ea
- ekg
- ellidiv
- erla
- erlaosk
- eyjapeyji
- fsfi
- grimurgisla
- hannesgi
- heimaey
- helgigunnars
- hugsun
- jarnskvisan
- kjartanvido
- kristinhrefna
- lundi
- maggaelin
- nielsen
- peyverjar
- sigurdurkari
- sjalli
- sjonsson
- stebbifr
- stefaniasig
- vefritid
- vkb
- lucas
- nytthugarfar
- va
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar